Hugleiðingar veðurfræðings
Austan- og suðaustanátt í dag, strekkingur eða allhvasst syðst, annars talsvert hægari vindur. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað og dálítil súld eða þokuloft um landið suðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, en 5 til 10 við austurströndina. Stíf austanátt syðra á morgun og rigning með köflum, einkum suðaustanlands. Hægari vindur norðan heiða og að mestu þurrt, fremur hlýtt áfram. Á miðvikudag er síðan útlit fyrir austlæga eða breytilega átt með rigningu víða, fyrst austantil.
Veðuryfirlit
500 km VSV af Lófót er 1030 mb hæð, sem þokast A, en um 1000 km ASA af Hvarfti er allvíðáttumikil 983 mb lægð, sem þokast VNV. Langt S í hafi er vaxandi 976 mb lægð á hreyfingu N.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt 3-10 m/s í dag, en 10-18 syðst. Dálítil súld suðaustanlands og þokubakkar við austurströndina, annars víða bjart veður. Hiti 10 til 18 stig, en svalara austast. Austan strekkingur og rigning með köflum á morgun, einkum suðaustanlands. Hægari vindur og þurrt norðan heiða, fremur hlýtt áfram.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-10 m/s, en líkur á hafgolu síðdegis. Bjart með köflum. Austan 5-13 á morgun, skýjað og lítilsháttar rigning öðru hverju. Hiti 9 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og rigning víða um land. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á fimmtudag:
Norðustan 8-13 m/s og rigning norðvestan til, en annars suðaustan 3-10 og víða skúrir. Hiti yfirleitt 8 til 15 stig.
Á föstudag:
Fremur hæg austlæg átt og rigning með köflum sunnan til, en skúrir fyrir norðan. Hiti víða 8 til 15 stig.
Á laugardag:
Norðlæg átt og víða dálítil væta, en þurrt að mestu vestanlands. Hlýtt á sunnanverðu landinu, en svalt fyrir norðan.
Á sunnudag:
Útlit fyrir hægan vind, úrkomulítið og milt veður.