Jarðskjálfti varð u.þ.b. 10 kílómetra norðvestur af Siglufirði fyrir um klukkustund eða klukkan 23.03 og eftirskjálfti sem mældist 2.1 varð klukkan 23.43. Samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands var stærð hans 3,5.
Fram kemur á vef Veðurstofunnar að tilkynningar hafi borist um að skjálftinn hafi fundist víða á Tröllaskaga og í Skagafirði. Fréttir eru af því að hús og húsmunir hafi nötraði í jarðskjálftanum.
Athugasemdir jarðvísindamanns
Í kvöld (15. júní) kl 23:03 varð jarðskjálfti 3,5 að stærð rúmlega 10 km norðvestur af Siglufirði. Tilkynningar hafa borist Veðurstofu um að skjálftinn hafi fundist víða á Tröllaskaga og í Skagafirði. Fáeinir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,1 að stærð.
————————————————-
Á fimmtudag voru svo jarðskjálftar við Bárðarbungu, sá stærri var 4.9 og þeir minni voru 4.1 og 3.5 en ekki hafa mælst svo stórir skjálftar á svæðinu frá goslokum þar.