Færri landsmenn með Costco aðild

 

Það er flestum ferskt í minni þegar bandaríski heildsölurisinn Costco hóf innreið sína á íslenskan markað snemmsumars 2017. Landsmenn flykktust í verslunina til að gera hagstæð kaup og sýndi könnun MMR í janúar 2018 að heil 71% landsmanna væru með aðildarkort í Costco. 
MMR endurtók á dögunum mælinguna frá 2018 og í ljós kom að nokkuð færri Íslendingar eru með virkt Costco aðildarkort nú heldur en við síðustu mælingu. Er nú rúmlega helmingur (53%) Íslendinga með virkt aðildarkort í Costco samanborið við 71% landsmanna í upphafi árs 2018.
Á sama tíma og þeim hefur fækkað sem eru með virkt Costco aðildarkort hefur hlutfalli þeirra sem hyggjast endurnýja kortið aukist. Hyggjast nú 78% þeirra sem hafa virkt aðildarkort endurnýja kortið þegar þar að kemur samanborið við 60% í janúar 2018.
1905 CostcoAðild2
Spurt var: Ert þú með virkt Costco aðildarkort? Svarmöguleikar voru: ,,Já“, ,,Nei“, ,,Veit ekki“ og ,,Vil ekki svara“. Samtals tóku 99,4% afstöðu til spurningarinnar.
1905 CostcoEndurnýjun2Spurt var: Ætlar þú að endurnýja Costco aðildarkortið þitt þegar endingartími þess rennur út?
Spurð voru þau sem sögðust vera með virkt Costco aðildarkort í fyrri spurningu. Svarmöguleikar spurningarinnar voru: ,,Já“, ,,Nei“, ,,Veit ekki“ og ,,Vil ekki svara“. 
Munur eftir lýðfræðihópum

Fólk á aldrinum 30-49 ára (62%) og 50-67 ára (60%) reyndist líklegra en fólk í öðrum aldurshópum til að hafa virkt Costco aðildarkort. Þá reyndist fólk á aldrinum 50-67 ívið líklegra en aðrir til að ætla að endurnýja Costco aðild sína eða 85%.
Höfuðborgarbúar (58%) reyndust líklegri til að vera með Costco aðildarkort heldur en íbúar landsbyggðarinnar (42%) en hlutfall þeirra sem hugðust endurnýja aðildina var nokkuð jafnt eða tæp 80% bæði hjá höfuðborgarbúum og íbúum landsbyggðarinnar.
1905 Costco Kross1 2
 
Nokkur munur var á Costco aðild eftir stjórnmálaviðhorfum. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist hvað líklegast til að vera með Costco aðildarkort eða 72%. Um helmingur stuðningsfólks Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar voru með virkt aðildarkort en einungis 34% stuðningsfólks Vinstri grænna. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist jafnframt líklegast til að ætla að endurnýja Costco aðild sína eða 91%.
 
1905 Costco Kross2 2
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 932 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 23. til 29. maí 2019
Eldri kannanir sama efnis:
2018 janúar: MMR könnun: 35% óviss hvort þau endurnýji Costco aðild
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
Umræða

Hæ!

Login to your account below

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Add New Playlist

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?