Viðvörun vegna rigninga á Vestfjörðum hefur verið uppfærð í appelsínugula, þar sem mikil úrkoma hefur þegar fallið ásamt nokkrum skriðum sem hafa samfélagsleg áhrif á svæðinu.
Gular viðvaranir eru í gildi vegna rigninga á Ströndum og Norðurlandi vestra, og á Norðurlandi eystra tekur viðvörun gildi kl. 23 í kvöld. Viðvörun vegna hvassviðris er í gildi á Breiðafirði.
Engar viðvaranir eru í gildi á öðrum spásvæðum en þó þarf að hafa varann á t.d. á Miðhálendinu þar sem vaxið hefur í ám, og snnan við stóru jöklana á Suðurlandi og Suðausturlandi. Vöð eru víða varasöm, bæði gangandi, hjólandi og akandi ferðalöngum.
https://www.vedur.is/vidvaranir
Veðuryfirlit
Yfir Íslandi er 979 mb lægð sem þokast NA, en 1022 mb hæð er yfir N-Grænlandi. Samantekt gerð: 16.07.2020 14:36.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 13-23 m/s NV- og V-lands í kvöld, hvassast á Vestfjörðum, en mun hægari vindur annars staðar. Rigning eða skúrir, talsverð eða mikil úrkoma NV-til og einnig á NA-landi í nótt.
Norðan 13-20 m/s á morgun, en öllu hægari um landið A-vert. Áfram talsverð eða mikil rigning N-lands, en stöku skúrir sunnan heiða. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast á SA-landi.
Spá gerð: 16.07.2020 15:27. Gildir til: 18.07.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 3-8 og stöku skúrir, en vaxandi norðanátt seint í kvöld. Norðan 8-15 m/s á morgun, skýjað og hiti 7 til 10 stig.
Spá gerð: 16.07.2020 15:33. Gildir til: 18.07.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðan 10-18 með kalsarigningu á N-verðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla en þurru veðri sunnan heiða. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast SA-lands.
Á sunnudag:
Minnkandi norðvestanátt, 3-8 síðdegis. Léttir til S- og V-lands og styttir upp á NA-verðu landinu seinni partinn. Hiti víða 10 til 15 stig, en 5 til 10 á NA- og A-landi.
Á mánudag og þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 8 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar dálítil væta.
Spá gerð: 16.07.2020 08:06. Gildir til: 23.07.2020 12:00.