Aðildarríki ESB hafa uppfært lista þar sem afnumdar eru ferðatakmarkanir gagnvart íbúum tiltekinna ríkja. Tvö lönd féllu út af fyrri lista sem eru Serbía og Svartfjallaland. Listinn er uppfærður á tveggja vikna fresti og hefur dómsmálaráðherra sett reglugerð sem tekur mið af honum.
Reglugerðin tekur gildi í dag og nær undanþágan til þeirra sem hafa sannanlega búsetu í og eru að koma til landsins frá eftirtöldum ríkjum: Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Marakkó, Nýja Sjálandi, Rúanda, Suður Kóreu, Tælandi, Túnis og Úrúgvæ.
Á vef Útlendingastofnunar má lesa nánar um takmarkanir, undanþágur og gögn sem þeir sem hingað koma gætu þurft að framvísa fyrir brottför eða við komuna til landsins.
Umræða