Hugleiðingar veðurfræðings
Það verður suðlæg átt 3-8 í dag en austan og norðaustan 5-10 við norðurströndina. Skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðaustantil. Norðaustlæg átt 5-13 á morgun, hvassast suðaustantil. Víða rigning en dregur úr úrkomu síðdegis, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast suðaustantil. Breytileg átt 3-8 á mánudag, skýjað að mestu og smáskúrir á víð og dreif. Hiti 10 til 15 stig.
Veðuryfirlit
Yfir Bretlandseyjum er 1026 mb hæð, sem þokast A, en 500 km SV af Reykjanesi er 996 mb lægð á hreyfingu NA. Yfir N-Grænlandi er 1026 mb hæð, en við Nýfundnaland er vaxandi 1008 mb lægð, sem hreyfist NA á bóginn.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt, 3-10 m/s, en norðlægari á Vestfjörðum. Dálítil rigning með köflum framan af degi, en síðan skúrir. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Vestan og norðvestan 5-10 m/s á morgun, en suðvestan 8-13 suðaustanlands. Rigning með köflum á norðanverðu landinu og hiti 5 til 13 stig, en úrkomulítið syðra með hita 13 til 18 stig. Dregur úr vætu annað kvöld.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 3-8 m/s og dálítil ringning framan af degi, en síðan skúrir. Hæg vestlæg átt og þurrt að kalla á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en austan 5-10 m/s og lítilsháttar rigning syðst um kvöldið. Hiti 10 til 15 stig.
Á þriðjudag:
Austlæg átt, 3-10 m/s, en norðlægari vestantil. Víða rigning með köflum, einkum sunnan- og austanlands. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast SV-til.
Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt, 3-10 m/s og smáskúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnantil.
Á fimmtudag og föstudag:
Fremur hæg vestlæg átt, væta öðru hvoru og áfram milt veður.