Ríkissaksóknari hefur gert lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að hefja aftur rannsókn á Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp vegna meintra mútugreiðslna félagsins Solaris.
Embætti ríkissaksóknara hefur gert Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að hefja á ný rannsókn á Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp, sjálfboðaliða samtakanna. Mbl.is greindi fyrst frá þessu.
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, staðfestir þetta við rúv.is. að Lögreglustjóra sé því skylt að ljúka rannsókn á máli Semu Erlu og Maríu Lilju og ákveða að lokum hvort tilefni sé til að gefa út ákæru á hendur þeim.
Helgi Magnús segir að ákvörðun ríkissaksóknara sé byggð á því að skort hafi viðlýsandi mat á refsinæmi meintrar háttsemi Semu Erlu og Maríu Lilju með tilliti til ákvæða laga um opinberar fjársafnanir. „Þetta snýst um túlkun laganna og að bera háttsemina við lögin og meta hvort þessi háttsemi sé refsiverð,“ segir hann í viðtali við rúv.is.