Ökumaður bifhjóls sem missti stjórn á hjóli sínu skammt vestan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu í gær er látinn. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu.
Maðurinn var á fimmtugsaldri, endurlífgunartilraunir á vettvangi báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar en að sögn lögreglu virðist maðurinn hafa fallið og runnið eftir götunni í veg fyrir bíl sem kom úr gagnstæðri átt að sögn lögreglu.
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang og aðstoðaði við rannsókn, ásamt fulltrúa Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vinnu á vettvangi lauk um klukkan 19:00 í gærkvöld.
https://www.facebook.com/logreglasudurland/posts/3160942250680907
Umræða