Boeing 757 flugvél Icelandair á leið til Hamborgar, sem sneri við yfir Kirkjubæjarklaustri skömmu eftir klukkan 8 í morgun, er nú lent á Keflavíkurflugvelli. Allir eru heilir á húfi samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Um borð eru 150 farþegar. Vélin fór frá Keflavík klukkan 7:59 í morgun og lenti klukkan 8:53 og birti RÚV fyrst fréttina.
Samkvæmt upplýsingum frá Isavia til fréttastofu, sneri vélin við vegna vélartruflana. Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli var samkvæmt rauðu hættustigi en hefur nú verið aflétt. Slökkt var á öðrum hreyfli Boeing 757-vélar Icelandair á leið til Hamborgar eftir að vélarbilun kom upp í mótor hans. Skipt verður um vél og brottför til Hamborgar er áætluð klukkan 11:10.
Umræða