Bjart er framundan á Suðurlandi, þar sem sólin mun láta sjá sig næstu daga og í næstu viku samkvæmt spá veðurstofunnar en veðurspáin er eftirfarandi:
Hugleiðingar veðurfræðings
Lægðin sem stjórnað hefur veðrinu hjá okkur undanfarna daga er nú skammt fyrir austan land og mjakast til norðurs.
Það verður því norðvestan- og norðanátt í dag, gola eða kaldi og rigning eða súld með köflum um landið norðanvert. Það léttir hins vegar til sunnanlands með morgninum, víða bjart og fallegt veður þar í dag, en þó má búast við stöku síðdegisskúrum á Suðausturlandi. Hiti yfir daginn frá 7 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig syðst á landinu.
Norðvestan og norðan 5-13 m/s um helgina og áfram vætusamt fyrir norðan, en skýjað með köflum sunnan heiða og líkur á stöku skúrum. Það kólnar heldur í veðri og á sunnudagsmorgun er útlit fyrir að það snjói í fjöll á Norðurlandi. Spá gerð: 16.08.2024 06:12. Gildir til: 17.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðvestan 3-10 m/s og rigning eða súld með köflum, en bjart sunnanlands. Stöku síðdegisskúrir á Suðausturlandi. Hiti yfir daginn frá 7 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig sunnantil.
Norðvestan og norðan 5-13 á morgun og rigning um landið norðanvert. Skýjað með köflum sunnan heiða og líkur á stöku skúrum. Kólnar heldur. Spá gerð: 16.08.2024 09:44. Gildir til: 18.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðvestan og norðan 5-13 m/s og rigning um landið norðanvert. Skýjað með köflum sunnantil og stöku skúrir. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast syðst. Dregur úr vætu um kvöldið.
Á mánudag:
Norðan og norðaustan 5-13 og dálítil væta, en skýjað með köflum og þurrt að kalla á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 6 til 12 stig, mildast suðvestantil.
Á þriðjudag:
Norðan 5-10 og dálítil rigning, en bjart með köflum sunnanlands og stöku skúrir syðst. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst.
Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt og dálítil væta á Norður- og Austurlandi, en annars bjart. Lítið eitt hlýnandi.
Á fimmtudag:
Breytileg átt, dálítil væta við norðurströndina, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast suðvestantil.
Spá gerð: 16.08.2024 09:03. Gildir til: 23.08.2024 12:00.