Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um nærri níu prósent og er það met, reyndar er þetta þrefalt meiri samdráttur en áður hefur mælst.
Umferðin dróst saman um rúmlega 7% milli ágúst mánaða, sem er metsamdráttur í ágúst á milli ára. Mest dróst umferðin saman um snið á Hafnarfjarðarvegi eða um tæp 13% en minnst í sniði á Reykjanesbraut eða um rúmlega 3%. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna minni umferð í ágúst.
Núna hefur umferðin dregist saman um tæp 9%, frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er einnig metsamdráttur miðað við árstíma, frá upphafi þessarar samantektar, og um þrisvar sinnum stærri en áður hafði mest mælst en það var milli áranna 2008 og 2009.
Umferð eftir vikudögum
Umferð dróst saman í öllum vikudögum, nú í ágúst miðað við sama mánuð á síðasta ári, en hlutfallslega mest á laugardögum eða um 8,6% en minnst á mánudögum eða um 2,5%. Mest var ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum að sögn FÍB