Ungur maður var ístunginn þrisvar sinnum af ræningja í undirgöngum í Reykjavík í gær. Rúv greinir frá þessu á vef sínum og Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir fregnirnar. Atvikið átti sér stað í undirgöngum við Sprengisand í Reykjavík.
Drengurinn sem er átján ára, og er með þroskaskerðingu, á að hafa verið á heimleið frá íþróttaæfingu. Þá hafi einstaklingur ráðist á hann og reynt að ræna af honum hjóli. Í kjölfarið hafi hann verið stunginn þrisvar sinnum með hníf.
Fram kemur að maðurinn ungi hafi verið fluttur á gjörgæslu og að hann sé ekki í lífshættu, en á gjörgæslu hafi hann farið í aðgerð. Maðurinn sem er grunaður um árásina var handtekinn og úrskurðaður í síbrotagæslu til 12. október.
Umræða