Síðan í gær höfum við verið að sjá aukna skjálftavirkni í Mýrdalsjökli. Í morgun kl. 07:54 var skjálfti af stærð 3,0 og núna kl. 12:10 eru komnir 8 skjálftar með stuttu millibili þar sem sá stærsti er af stærð 3,8.
Skjálftarnir eru allir staðsettir nærri sigkötlum 10 og 11 í austanverðri Kötluöskju. Ekki er hægt að útiloka að hlaup muni hefjast í Múlakvísl og er varað við ferðum við ána og sérstaklega upptök árinnar, m.a. vegna gasmengunnar.
Umræða