Á vefsíðum á netinu er hægt að velja úr hóp vændiskvenna líkt og maður myndi leita að bíl á vef hjá bílasölu.
Bara í Reykjavík eru rúmlega 430 vændiskonur skráðar á vinsælum leitarvef yfir vændiskonur.
Blaðamaður náði tali af gleðikonu sem starfað hefur á Íslandi í um fjögur ár og tjáði hún blaðamanni að hér væri vinna bæði í byrjun mánaðar og í lokin. Íslenskir karlmenn væru með þeim blíðari sem hún hefði kynnst í sínu starfi og að viss hópur kæmi reglulega til hennar vegna einmannaleika.
COVID og Vændi
Í miðjum Covid faraldri var mjög mikið að gera, við erum að tala um fimm til sex kúnna á dag stundum. Ég sá alveg hve mikin áhrif Covid hafði á íslensku strákana. Margir af mínum viðskiptavinum mínum þá komu bara til þess að tala, ekkert annað.
Stefnumót eða vændiskona?
Ýmsir vændiskaupendur vilja frekar hitta vændiskonu einu sinni til tvisvar í mánuði í stað þess að notast við stefnumótaöpp og fara á stefnumót.