Jarðskjálftahrinan nærri Grindavík heldur óslitið áfram og nú hafa mælst 10 skjálftar yfir 3 stig og 900 jarðskjálftar verið mældir á svæðinu.
Jarðskjálftahrina hófst þann 15. desember klukkan 07:59 með skjálfta af stærð 3,5 við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Klukkan 19:48 og aftur kl. 19:57 (sama dag) urðu skjálftar, báðir 3,6 að stærð.
Fleiri skjálftar mældust í kjölfarið, þar af tæplega 10 um og yfir 3 að stærð. Í heildina hafa yfir 900 jarðskálftar mælst í hrinunni.
Tilkynningar um að skjálftar hafi fundist hafa borist Veðurstofunni frá byggð í grennd, t.d. Grindavík, Keflavík, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi, Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 16. des. 05:20