• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Föstudagur, 9. maí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Blindrafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum á vinnuumhverfi leigubíla

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
16. desember 2022
in Fréttir, Innlent
A A
0

Stjórn Blindrafélags Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á vinnuumhverfi leigubíla hér á landi. Leigubílaþjónusta er forsenda fyrir virkni og þátttöku félagsmanna okkar og eina tryggingin fyrir því að hægt sé að lifa sjálfstæðu lífi í nútímasamfélagi.  Öryggi og ábyrgt umhverfi eru lykilatriði í þessari þjónustu sem sinnir jaðarsettum og félagslega veikburða einstaklingum. Allar breytingar á þessu kerfi sem hefur reynst okkur svo vel eru uggvænlegar, sérstaklega í ljósi þess hversu illa sambærilegar breytingar hafa reynst blindum og sjónskertum á Norðurlöndum.

„Þær sögur sem við höfum heyrt frá vinum okkar á Norðurlöndum eftir að lögunum var breytt þar eru ekki fallegar“, segir Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins, „fólk fær ekki bíla og hefur þurft að upplifa mikla þjónustuskerðingu. Það er í raun óskiljanlegt, fyrir okkur að menn leggi í að grafa undan jafn mikilvægri þjónustu.“

Stjórn félagsins hefur ítrekað reynt að koma athugasemdum sínum á framfæri og hefur meðal annars sent inn eftirfarandi umsögn við frumvarpið:

Umsögn Blindrafélagsins um frumvarp til laga um leigubifreiðar.

Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.

Allt frá 1997 hefur Blindrafélagið verið með samning við Reykjavíkurborg annarsvegar

og Hreyfil hins vegar um ferðaþjónustu við lögblinda Reykvíkinga. Á þeim 22 árum sem

liðin eru frá því að þetta samstarf hófs hefur orðið til mikil reynsla og þekking á því

hvernig þetta úrræði hefur reynst saman borð við önnur úrræði í ferðaþjónustu við fatlað

fólk, auk þess sem verkferlar og skráning hefur þróast mikið á þessum árum. Það sem

að einkennir ferðaþjónusta Blindrafélagsins er að það er þjónustuúrræði sem nýtir

leigubílaþjónustu sem fyrir er í samfélaginu.

Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra bera sveitarfélög ábyrgð á að bjóða þeim sem

ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur ferðaþjónustu sem gerir þeim kleift að stunda

atvinnu, nám og tómstundir. Í upphafi árs 2011 var gerð sú breyting á 1. grein laga um

málefni fatlaðra að nú er kveðið á um að við framkvæmd laganna skuli litið til

alþjóðlegra samninga sem Ísland á aðild að, svo sem Samnings Sameinuðu þjóðanna

um réttindi fatlaðs fólks. Í 20. grein samningsins er fjallað um ferlimál einstaklinga og í

greininni segir m.a.:

Aðildarríkin skulu gera árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum

sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðra í þeim efnum,

eftir því sem frekast er unnt, m.a. með því „að greiða fyrir því að fatlaðir geti farið

allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, þeim hentar og gegn viðráðanlegu

gjaldi“.

Hver ferð í Ferðaþjónustu við fatlað á höfuðborgarsvæðinu kostar að meðaltali um

3.500 krónur fyrir Reykjavíkurborg, í ferðaþjónustu Blindrafélagsins kostar hver ferða að

jafnaði 2.200 kr. Munurinn er 59%. Ánægja með ferðaþjónustu Blindrafélagsins meðal

notenda hefur ávalt verið meiri en meðal notenda ferðaþjónustu fatlaðra, þrátt fyrir að

kostnaðarþátttaka notenda sé mun hærri í ferðaþjónustu Blindrafélagsins Þegar

kannanir hafa verið gerðar meðal lögblindra einstaklinga þá kemur í ljós að

ferðaþjónustu Blindrafélagsins er dýrmætasta þjónustuúrræðið sem þeim stendur til

boða. Það endurspeglast svo í því að atvinnuþátttaka meðal lögblindra einstaklinga er

mjög há á Íslandi í alþjóðlegum samanburði.

Lykilinn að þessu farsæla samstarfi milli Blindrafélagsins, Hreyfils og Reykjavikurborgar

liggur meðal annars í því að;

  • notendur hafa aðganga að þjónustunni allan sólahringinn í gegnum skiptiborð

Hreyfils,

  • að ferðir er hægt að panta fyrirvaralaust í þeirri vissu að bíll sé ávalt til staðar,
  • að skráning og greiðsla ferða er miðlæg og rafræn,
  • að skýrslur um fjölda ferða og kostnað eru aðgengilegar Reykjavíkurborg, sem

aðalgreiðanda þjónustunnar, þegar þeirra er óskað.

  • notendur geta verið þess fullvissir að bílstjórar í ferðaþjónustu Blindrafélagsins

hafa gengist undir trúnaðarskyldur gangvart notendum ferðaþjónustunnar og að

þeir hafa fengið fræðslu frá starfsmanni Blindrafélagsins um nytsöm atriði er varð

umgengni við blint og sjónskert fólk.

  • að bílstjórar sem verða uppvísir af því að misnota aðstöðu sín verða umsvifalast

fjarlægðir úr ferðaþjónustu Blindrafélagsins.

Notendur ferðaþjónustu Blindrafélagsins hafa mjög ólíkar þarfir og eru mismikið fatlaðir.

Þar er ekki eingöngu um að ræða fötlun vegna sjónmissis heldur er einnig um að ræða

einstaklinga með samþætta sjón og heyrnarskerðingu og einstaklinga, með geðrænar

fatlanir og þroskaskerðingar til viðbótar við sjónmissinn.

Nú er um 600 einstaklinga með þjónustusamning hjá í ferðaþjónustu Blindrafélagsins. Á

árinu 2018 voru farnar um 45 þúsund ferðir.

Benda má á að samkvæmt fréttum frá Finnlandi, þar sem fyrirkomulag er með svipuðum

hætti varðandi akstur blindra einstaklinga, hrundi þjónustan við þennan hóp, eftir að

lögum um leigubílaakstur var breytt í þá átt sem að þetta frumvarp gengur útá.

Það er mikilvægt að missa ekki sjónar á því leigubílaþjónusta er mikilvæg

almenningsþjónusta sem er viðkvæmum einstaklingum mjög mikilvæg. Það að færa

þessa þjónustu alfarið á óbeislað markaðstorg mun líklega valda meiri skaða en

ávinningi.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Brúin yfir Ölfusá verður lokuð

    Ölfusárbrú lokað

    212 deilingar
    Share 85 Tweet 53
  • Selja atvinnuleyfi á níu milljónir til útlendinga – Ólögleg sala atvinnuleyfa til Íslands

    46 deilingar
    Share 18 Tweet 12
  • Mannslát – gæsluvarðhald

    37 deilingar
    Share 15 Tweet 9
  • Bankareikningum Flokks fólksins lokað í Arion banka

    27 deilingar
    Share 11 Tweet 7
  • Kvörtuðu yfir meintum ólöglegum símhlerunum – Fengu margra ára fangelsisdóma fyrir glæpi

    6 deilingar
    Share 2 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?