Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í 40 prósent í nóvember með það að markmiði að ná tökum á verðbólgunni.
Hafize Gaye Erkan seðlabankastjóri Tyrklands segir að vegna verðbólgunnar í Tyrklandi og hás fasteignaverðs þá neyðist hún og eiginmaður hennar til að flytja inn til foreldra hennar. Verðbólga mælist 61 prósent í Tyrklandi.
Hjónunum hafi ekki tekist að finna húsnæði í Istanbúl, þar sé allt mjög dýrt. Stjórnvöld hafa sett 25 prósenta hámark á hækkun á leigu fasteigna í Tyrklandi.
Umræða