Lifði af morðtilraun og segir frá í myndandi hér að neðan
Raðmorðinginn Dennis Nilsen „viðurkennir nýja glæpi“ handan grafarinnar og er fjölskyldum fórnarlamba hans verulega brugðið.
Nilsen myrti að minnsta kosti 15 menn í íbúð í Norður-London, á árunum 1978 til 1983. Ævisaga hans hefur titilinn ,,Saga drukknandi drengs“ og er gefin út af RedDoor útgáfunni og inniheldur 6.000 blaðsíður af vélrituðum glósum sem Nilsen gerði í fangelsi.
Ennfremur er vitað um þrjú áður óþekkt fórnarlömb hans í væntanlegri ævisögu sem mun koma út í þessari viku. Nilsen myrti að minnsta kosti 15 menn í íbúð sinni í Norður-London, áður en mannvistarleifarnar uppgötvuðust í lokuðu holræsi við íbúð hans og var hann handtekinn í kjölfarið.
Nýja bókin inniheldur játningu á nauðgun á drykkfelldum hermanni, 10 árum áður en hann framdi sitt fyrsta morð og kyrkingu, að minnsta kosti tveggja áður óþekktra karlkyns fórnarlamba, samkvæmt upplýsingum The Sunday Times.
Nilsen neitar mannáti í bókinni, sem var skrifuð upp úr 6.000 blaðsíðum af vélrituðum glósum sem hann skildi eftir í fangelsinu eftir sinn dag. En hann viðurkenndi að hafa velt því fyrir sér með „matreiðslu möguleikum“ á líkum þeirra sem hann drap og lýsir t.d. í einni færslunni, einum líkamshluta sem „nautasteik“.
„Þetta er eins og blaut tuska framan í andlitið. Það er eins og hann sé enn að hlæja að okkur handan grafar“ sagði vinur nákomins syrgjandi ættingja við útgáfufyrirtækið. „Þegar hann dó, þá hefði þessi bók átt að deyja með honum.“
Grafískur hönnuður að nafni Mark Austin, frá Bedfordshire, var útnefndur af Nilsen sem nánasti ættingi sinn og var honum afhentar allar eigur hans þegar hann lést í maí 2018. Eignirnar voru hinar vélrituðu síður sem Nilsen gerði í fangelsinu en hann lést 72 ára að aldri á meðan hann afplánaði lífstíðardóm fyrir að myrða unga menn sem hann hitti á krám. Í öllum tilvikunum voru fórnarlömbin ýmist samkynhneigð, eða að Nilsen grunaði þau um að vera samkynhneigð.
Eftir að Nilsen hafði boðið þeim heim til sín bauð hann fórnarlömbum sínum mat og áfengi, áður en hann drap þau. Morð aðferð hans, var kyrking.
Þegar fórnarlambið var dáið, sundurlimaði hann líkið með því að kryfja það í húsi sínu og jarðaði hann líkamsleifar fórnarlamba sinna í Cranley Garden. Þegar hann var handtekinn sagði hann lögreglu hvernig hann sauð höfuð fórnarlambanna í stórum eldunarpotti til að farga heilanum.
Hann skar afganginn af líkama þeirra og geymdi í plastpokapokum. Þegar fnykurinn af rotnandi líkum þeirra varð sterkari, reyndi hann að skola útlimum þeirra niður um salernið og niðurföll. Þetta olli miklum stíflum í lögnum. Nilsen virtist vera óvitandi um áhættu og kvartaði ákaft til fyrirtækis vegna stíflu vandamála í holræsakerfinu og bað um að það vandamál yrði leyst, vegna þess að hann og aðrir íbúar þjáðust vegna þessa óþefar.
Þegar verkamaður hjá stífluþjónustunni Dyno-Rod kom til vinnu á heimili morðingjans, árið 1983 til að opna lagnir í húsinu, þá uppgötvaði hann það sem virtist vera hold og bein er hann opnaði frárennslið fyrir utan húsið. Daginn eftir, eftir að hafa skoðað annan pípukafla, uppgötvuðu hann og yfirmaður hans það sem þeir héldu að væru bein af mannshönd. Þeir gerðu lögreglu viðvart sem handtók Nilsen þegar hann kom heim úr vinnunni. Þegar hann var í gæsluvarðhaldi viðurkenndi hann að hafa myrt að minnsta kosti 15 manns.
Raðmorðinginn skrifar einnig að hann óski þess að hann hafi látist sem barn eftir að hafa verið misþyrmt af fimm ára afa sínum.
Systir Carl Stottor, sem lifði af morðtilraun Nilsen en lést árið 2013, sagði bókina „siðferðilega ranga“. „Carl barðist alla ævi fyrir því að láta þessar minningar hverfa,“ sagði Julie Bentley. „Þegar þessi vondi maður dó hélt ég að þessu væri lokið. Af hverju ætti hann að segja sína sögu þegar fórnarlömbin geta það ekki?“
https://www.youtube.com/watch?v=w73NOkM2GxM