Rúmlega 80 mál voru skráð hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. Átta ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og og voru níu manns færðir í fangaklefa.
.
Upp úr miðnætti var tilkynnt um ölvaðan mann sem hafði skemmt skilti á skyndibitastað í miðbænum og síðan hlaupið í burtu. Lögreglan fann hann skömmu síðar og handtók. Vegna ástands og dólgsláta var maðurinn vistaður í fangageymslu.
.
Klukkan rúmlega tvö í nótt var annar ökumaður handtekinn í Breiðholti vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann er einnig grunaður um að hafa ekið á kyrrstæða bíla og skemmt þá töluvert. Tveir karlmenn voru handteknir í Hlíðunum, grunaðir um sölu og dreifingu á fíkniefnum.
Umræða