700 km. suður af Reykjanesi er víðáttumikið 966 mb. lægðasvæði á hreyfingu austnorðaustur, en yfir Grænlandi er heldur vaxandi 1020 mb hæðarhryggur. Skammt vestur af Nýfundnalandi er vaxandi 997 mb. lægð á norðaustur leið.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi norðaustanátt og þykknar upp, 15-23 m/s og snjókoma í nótt, en slydda við suður- og austurströndina, hvassast við fjöll sunnan til. Norðlægari og áfram hvasst á morgun, éljagangur fyrir norðan, en léttir heldur til syðra. Dregur úr frosti, víða 0 til 5 stig síðdegis en yfirleitt frostlaust við suður- og austurströndina.
Spá gerð: 16.02.2019 21:27. Gildir til: 18.02.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðan 15-23 m/s og snjókoma eða él, hvassast SA-til, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við SA-ströndina. Dregur úr vindi og ofankomu seinni partinn og kólnar.
Á þriðjudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Skýjað með köflum og stöku él við S- og A-ströndina. Hvessir með snjókomu eða slyddu SA-til um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig syðra, en frost annars 1 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Ákveðin austanátt og rigning, en slydda til fjalla, úrkomumest SA-lands. Hlýnandi veður.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Allhvöss eða hvöss sunnan- og suðaustanátt, vætusamt og milt í veður, en þurrt að kalla fyrir norðan.
Spá gerð: 16.02.2019 20:20. Gildir til: 23.02.2019 12:00.