Hvernig er staðan raunverulega?
Staða Álversins í Straumsvík er mikið í umræðunni þessa dagana.
Eigendur hafa lýst því yfir að endurmat sé hafið á rekstrinum og gefið í skyn að því verði jafnvel lokað.
En hvernig er staðan raunverulega.
Stjórnendur tala um að mikill taprekstur sé að sliga reksturinn og til þurfi að koma lækkun á raforku, svo eitthvað sé nefnt, til að tryggja reksturinn til framtíðar.
Eftir að hafa skoðað rekstrartölur fyrirtækisins kemur margt áhugavert í ljós. Sérstaklega þegar skoðað er hvaða liðir í rekstri orsaka þetta mikla tap síðastliðin 10 ár. Árið 2011 voru afskriftir 2,77% af eignum og hafa hækkað jafnt og þétt síðustu ár og voru komnar upp í 10,52% af eignum árið 2018 og voru rúmir 45,6 milljónir dollarar það árið á meðan tapið var rúmir 44,6 milljónir dollarar. Þetta þýðir að samkvæmt rekstrarreikningi verður verksmiðjan verðlaus með öllu eftir um 10 ár.
Þannig að tapið liggur að mestu í háum afskriftum þó markaðsaðstæður hjápi þar ekki til.
Á árinu 2018 greiddi Ísal 15,4 milljónir dollarar í þóknun til móðurfélags um 2 millljarðar króna á meðan að allar laungreiðslur með launatengdum gjöldum hjá fyrirtækinu voru 46,6 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna.
Ef veltufé frá rekstri er skoðað þá er það jákvætt fyrir öll árin. Þannig er ljóst að fyrirtækið er ekki eins illa statt og búið er að fullyrða í hræðsluáróðri gagnvart starfsfólki og stjórnvöldum.
Auk þess tekur móðurfélagið um 2 milljarða í þóknun á hverju ári út úr rekstrinum á Íslandi. Þá er ótalið að fyrirtækið situr beggja megin borðs þegar kemur að hráefniskaupum og sölu afurða sem álverið framleiðir og getur þannig haft áhrif á afkomu þess eftir hentisemi.
Það er ýmsum brellum beitt til að græða meira og borga minni skatta. Og eru alþjóðleg stórfyrirtæki alræmd í þeim efnum. Ekki er líklegt að Rio Tinto sé undantekning í þeim efnum.
Það ógeðfellda í þessu öllu saman er að Rio Tinto neitar að gefa stjórnendum Ísal og SA leyfi til að skrifa undir kjarasamning sem aðilar hafa komið sér saman um og ætla sér að nota starfsfólkið í pólitískri refskák í samningaviðræðum við stjórnvöld og Landsvirkjun. Ógeðfelldari aðferð er ekki hægt að hugsa sér að halda starfsfólki í gíslingu með þessum hætti ásamt gengdarlausum hræðsluáróðri með tilheyrandi óvissu fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra.
Ég hef miklar áhyggjur af stöðu stóriðjunnar og vel launuðum störfum sem hún skapar en það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að verja.
Varðandi samningaviðræður stjórnvalda og LV við Rio Tinto um hugsanlega endurskoðun á raforkusamningi verður að tryggja að slíkum viðræðum verði frestað þangað til búið er að semja við fólkið sem þar starfar.
Eftir að hafa skoðað rekstrartölur fyrirtækisins kemur margt áhugavert í ljós. Sérstaklega þegar skoðað er hvaða liðir í rekstri orsaka þetta mikla tap síðastliðin 10 ár. Árið 2011 voru afskriftir 2,77% af eignum og hafa hækkað jafnt og þétt síðustu ár og voru komnar upp í 10,52% af eignum árið 2018 og voru rúmir 45,6 milljónir dollarar það árið á meðan tapið var rúmir 44,6 milljónir dollarar. Þetta þýðir að samkvæmt rekstrarreikningi verður verksmiðjan verðlaus með öllu eftir um 10 ár.
Þannig að tapið liggur að mestu í háum afskriftum þó markaðsaðstæður hjápi þar ekki til.
Á árinu 2018 greiddi Ísal 15,4 milljónir dollarar í þóknun til móðurfélags um 2 millljarðar króna á meðan að allar laungreiðslur með launatengdum gjöldum hjá fyrirtækinu voru 46,6 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna.
Ef veltufé frá rekstri er skoðað þá er það jákvætt fyrir öll árin. Þannig er ljóst að fyrirtækið er ekki eins illa statt og búið er að fullyrða í hræðsluáróðri gagnvart starfsfólki og stjórnvöldum.
Auk þess tekur móðurfélagið um 2 milljarða í þóknun á hverju ári út úr rekstrinum á Íslandi. Þá er ótalið að fyrirtækið situr beggja megin borðs þegar kemur að hráefniskaupum og sölu afurða sem álverið framleiðir og getur þannig haft áhrif á afkomu þess eftir hentisemi.
Það er ýmsum brellum beitt til að græða meira og borga minni skatta. Og eru alþjóðleg stórfyrirtæki alræmd í þeim efnum. Ekki er líklegt að Rio Tinto sé undantekning í þeim efnum.
Það ógeðfellda í þessu öllu saman er að Rio Tinto neitar að gefa stjórnendum Ísal og SA leyfi til að skrifa undir kjarasamning sem aðilar hafa komið sér saman um og ætla sér að nota starfsfólkið í pólitískri refskák í samningaviðræðum við stjórnvöld og Landsvirkjun. Ógeðfelldari aðferð er ekki hægt að hugsa sér að halda starfsfólki í gíslingu með þessum hætti ásamt gengdarlausum hræðsluáróðri með tilheyrandi óvissu fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra.
Ég hef miklar áhyggjur af stöðu stóriðjunnar og vel launuðum störfum sem hún skapar en það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að verja.
Varðandi samningaviðræður stjórnvalda og LV við Rio Tinto um hugsanlega endurskoðun á raforkusamningi verður að tryggja að slíkum viðræðum verði frestað þangað til búið er að semja við fólkið sem þar starfar.
Umræða