0.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Frjáls fjöl­miðlun dæmd til að greiða 24 millj­ón­ir

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt Frjálsa fjöl­miðlun ehf. til að greiða þrota­búi DV 24 millj­ón­ir króna auk drátt­ar­vaxta

Sig­urður G. Guðjóns­son lögmaður er eig­andi Frjálsr­ar fjöl­miðlun­ar

Frjáls fjöl­miðlun keypti út­gáfu­rétt­inn að DV í sept­em­ber 2017. Skuld­batt fyr­ir­tækið sig þá sem kaupandi, til að yf­ir­taka skuld DV við prent­smiðjuna Land­sprent. Skuldin nam 22 millj­ón­um sem og 18 millj­óna króna skuld DV við Íslands­banka. Frjáls fjöl­miðlun greiddi ein­ung­is tvær millj­ón­ir króna af skuldinni við Íslands­banka og ekk­ert af skuld fé­lags­ins við Land­sprent. DV ehf. fór svo í gjaldþrot í mars 2018. Dómurinn var kveðinn upp í dag og fjallaði Mbl.is fyrst um hann á vef sínum.
,,Krafa þrota­bús­ins byggðist því á að Frjáls fjöl­miðlun hefði ekki efnt skuld­bind­ing­ar sín­ar og bæri því að greiða þær 24 millj­ón­ir króna sem upp á vantaði. Frjáls fjöl­miðlun bar fyr­ir sig að for­sendu­brest­ur hefði orðið er í ljós kom að DV hefði ekki staðið til boða að halda prentsamn­ingi sín­um við Land­spret, enda hefði meg­in­for­senda þess að yf­ir­taka hluta skuld­ar­inn­ar verið sú að prentsamn­ing­ur stæði til boða. Á þetta féllst dóm­ur­inn ekki, en í úr­sk­urði seg­ir að eig­end­ur Frjálsr­ar fjöl­miðlun­ar hefðu tölu­verða reynslu af viðskipt­um sem þess­um og hefði mátt vera þetta ljóst. Þá hefði verið nær­tækt að setja fyr­ir­vara um frek­ari trygg­ing­ar um þetta atriði í samn­ingi aðila, hafi form­leg­ur prentsamn­ing­ur við Land­sprent verið ástæða fyr­ir samn­ings­gerðinni.
Var Frjálsri fjöl­miðlun því gert að greiða 24 millj­ón­ir til þrota­bús­ins, auk tæpra 1,6 millj­óna króna í máls­kostnað.“