,,Já ég er í veiðihúsinu Nesi þessa dagana og verið að spá í sumarið og fleira“ sagði Nils Folmer Jorgensen er við heyrðum í honum í gærkvöld þar sem hann var staddur í Aðaldal, rétt við frá Laxá í Aðaldal, sem verður seld í einu lagi í sumar í fyrsta skipti.
,,Það eru allir farnir að hugsa um sumarið, sem styttist verulega í. Sala á veiðileyfum í Laxá hefur gengið vel og júní og júlí eru uppseldir en það eru einhverjir dagar til í ágúst“ sagði Nils ennfremur en hann hefur hnýtt nokkrar flugur líka síðustu daga fyrir sumarið Veiðidellan er svo erfið.
Mynd. Mikill snjór við veiðihúsið við Nes í Laxá í Aðaldal og hinni myndinni er flugan Erna. Myndir: Nils
Umræða