Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár. Um er að ræða eina hæstu upphæð sem sjóðurinn hefur úthlutað um árabil.
Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt.
Áframhaldandi stuðningur er við uppbyggingu hleðslunets fyrir rafbíla. Styrkirnir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði.
Á meðal styrkja til verkefna má nefna styrki sem ætlaðir eru fyrir uppsetningu hleðslu- eða áfyllingastöðva til þéttingar nets hleðslustöðva við vegakerfi, fyrir vistvæn ökutæki við gististaði, frístundasvæði, verslanir og fjölsótta ferðamannastaði.
Umsóknarfrestur er til 7. maí.
Orkusjóði hefur verið falin umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna. Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is.