Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag vegna stríðsglæpa í Úkraínu.
Pútín er grunaður um ólögmætan brottflutning á börnum og ólögmætan flutning á börnum frá hernumdum svæðum í Úkraínu til Rússlands. Dómstóllinn staðfestir að Pútín beri ábyrgð á glæpunum sem ná tvö ár aftur í tímann og þess vegna beri að handtaka hann.
Umræða