Grillmarkaðurinn er íslenskur veitingastaður í hönnun og mat. Staðurinn er hannaður í anda íslenskrar náttúru þar sem trönurviður, stuðlaberg og hlýraroð fær að njóta sín og skapa stílhreint en þægilegt umhverfi með fyrsta flokks þjónustu. Markmiðið er að vinna náið með íslenskum bændum og framreiða ferskasta íslenska hráefnið fyrir gesti hverju sinni.
Fréttatíminn gefur veitingahúsinu fimm stjörnur af jafn mörgum mögulegum, fyrir framúrskarandi rétti á matseðli sem og vínseðli og innréttingar staðarins. Eftirréttirnir eru glæsilegir og bragðgóðir og öll matreiðsla er upp á tíu. Grillmarkaðurinn er fyrsta flokks íslenskur veitingastaður í hönnun og mat.
Upplifunin er sú að mikill metnaður er hjá öllu starfsfólki að sjá til þess gestir séu ánægðir með heimsóknina og það hefur svo sannarlega tekist mjög vel. Mælum með að fólk upplifi veitingarnar og stemminguna með því að bóka borð.
Beint frá býli
Grillmarkaðurinn hefur lagt mikla vinnu í samstarf við bændur landsins og endurspeglast það í matseðlinum. Flest aðalhráefnið er keypt beint frá bónda. Þeir segja okkur hvaða afurðir eru bestar og Grillmarkaðurinn meðhöndlar og eldar þær á besta hátt og gestir fá að njóta samstarfsins.
Við framreiðsluna leitast Grillmarkaðurinn við eftir að ná fram enn ríkari tilfinningu fyrir uppsprettu hráefnisins og notar til þess eld, reyk, við og kol. Úr verður óvænt matargerð þar sem íslensk hefð og nútíminn mætast.
Kvöldseðill
Við mælum með smakkseðlinum sem kokkarnir hafa sett saman úr því besta sem Grillmarkaðurinn hefur upp á að bjóða. Í stað þess að afgreiða diskana hvern fyrir sig þá útfæra þeir réttina fyrir allt borðið til að deila, og koma þeir hver á fætur öðrum í gegnum máltíðina, einnig er hægt að fá grænmetis smakkseðil.
Kvöldseðill
Hópseðill
Kokkarnr hafa sett saman frábæra hópmatseðla fyrir hópa, stóra sem smáa.
Við mælum sérstaklega með smakkseðlinum enda inniheldur hann marga af vinsælustu réttunum. Hópar sem eru 10 manns eða fleiri verða að velja einn af hópmatseðlunum. Hópseðill
Hér að neðan eru myndir sem sýna ýmsa rétti sem Grillmarkaðurinn býður upp á
Opnunartímar
- Sunnudag til fimmtudags frá 17:30 – síðasta borðabókun er kl 21:30
- Föstudag til laugardags frá 17:30 – síðasta borðabókun er kl 22:00
- Staðsetning: Lækjargata 2A, 101 Reykjavík