Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúarmánuð 2019 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.
Skráð voru 687 hegningarlagabrot í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í mars sl. Tilkynningum um þjófnað fjölgaði milli mánaða en þar af fjölgaði þjófnaði á farsímum og reiðhjólum hlutfallslega mest. Tilkynningum um innbrot fækkaði miðað við útreiknuð neðri mörk fyrir síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan. Tilkynningum um nytjastuld ökutækja fækkaði einnig á milli mánaða.
Tilkynntum ofbeldisbrotum fækkaði í febrúar miðað við síðustu mánuði á undan og hafa skráð ofbeldisbrot ekki verið færri síðan í febrúar 2017. Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum fjölgaði hinsvegar töluvert miðað við útreiknuð efri mörk síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan. Ekki hafa verið skráð jafn mörg mál er varða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum síðan nóvember 2016. Alls voru skráð 186 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ekki hafa verið skráð jafn mörg tilvik síðan lögum og verklagi lögreglu vegna aksturs undir áhrifum ávana– og fíkniefna var breytt árið 2006.
Alla skýrsluna má nálgast hér: https://issuu.com/logreglan/docs/lykiltolur_2018_mars