-4.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Allnokkrar stöðvar fara yfir 15 stigin í dag

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag verður heldur skýjaðara en í gær. Rigning suðaustantil og jafnvel gæti komið nokkrir dropar um landið suðvestanvert eftir hádegi og fram á kvöld. Það verður að öllum líkindum þess valdandi að við munum ekki sjá sömu hitatölur og við fengum í gær. Samt munu allnokkrar stöðvar fara yfir 15 stigin og um miðjan maí, þykir það bara ansi gott. Á morgun, miðvikudag er svo enn meiri bleyta á leiðinni til okkar en suðvestantil á landinu verður þurrt fram yfir hádegi og horfur eru á að úrkoman þar verði minni en víðast hvar annars staðar og líklega á skúraformi. Það veldur því að hæstu hitatölurnar verða líklega kringum 13 til 15 gráður, en fremur svalt verður fyrir norðan og austan.

Veðuryfirlit
Yfir Skandinavíu er 1029 mb minnkandi hæð, en yfir N-Grænlandi er álíka hæð. Um 700 km V af Írlandi er vaxandi 970 mb lægð á hreyfingu NV, en á Biscayaflóa er dýpkandi lægðardrag á N-leið.
Samantekt gerð: 17.05.2022 07:38.

Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt, 3-10 m/s, en 10-18 syðst. Rigning með köflum sunnantil á landinu í dag, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 8 til 17 stig, svalara austast.
Austan 3-13 m/s á morgun, hvassast við suðurströndina. Rigning austanlands og síðar norðantil einnig, en skúrir annars staðar. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast um landð suðvestanvert.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-10 m/s 5-13 í dag og lítilsháttar rigning öðru hverju. Hægari á morgun og lengst af þurrt, en líkur á skúrum, einkum síðdegis. Hiti 10 til 15 stig að deginum.
Spá gerð: 17.05.2022 04:08. Gildir til: 18.05.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-13 m/s og rigning norðvestan til, en annars suðaustan 3-10 og víða skúrir, en súld við ausutrströndina. Hiti yfirleitt 7 til 14 stig, en mun svalara á Vestfjörðum og Ströndum.

Á föstudag:
Austlæg átt, 3-8 m/s, en norðaustan 5-10 á Vestfjörðum. Rigning með köflum sunnan til, en stöku skúrir fyrir norðan. Hiti 6 til 15 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á laugardag:
Norðankaldi og víða dálítil væta, en þurrt að mestu sunnan- og vestanlands. Hlýtt á sunnanverðu landinu, en fremur svalt fyrir norðan.

Á sunnudag:
Norðlæg átt og dálitlar skúrir eða slydduél norðaustan til og svalt í veðri, en annars yfirleitt bjartviðri og milt að deginum.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands og hlýnandi veður.