-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Sagður hafa eyðilagt sjómannadaginn – „Þetta lukkaðist einkar vel,“ segir Sigurður

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Anna Björk Árnadóttir, eiganda viðburðafyrirtækisins Eventum sem sá um hátíðarhöld sjómannadagsins fyrir hönd útgerðarfyrirtækisins Brim, hellti sér í morgun yfir Sigurð Þórðarson, varamann í stjórn Strandveiðifélagsins (sjá hér: https://www.facebook.com/groups/745226868968513/), fyrir að hafa misnotað tjald sem félagið fékk að setja upp á Grandanum á sjómannadaginn.

„Það finnst mér skrítið, að það sé ekki pláss fyrir Strandveiðifélagið á sjómannadaginn né neinn sem ekki talar eins og Brim og stórútgerðin vill.“ Segir Sigurður Þórðarson

„Hún hringdi og sakaði mig um að hafa svikið sig, notað aðstöðuna til að vera með pólitískan áróður og níða niður Samherja,“ segir Sigurður. Sigurður segir það alrangt. Í tjaldinu, sem Strandveiðifélagið hélt utan um ásamt mótmælahópnum Við, fólkið í landinu (sjá hér: https://vidfolkid.is/), var boðið upp á gul barmmerki og gular blöðrur með áletruninni „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“ auk þess sem gestir þáðu kakó og kleinur.

„Þetta lukkaðist einkar vel,“ segir Sigurður. „275 blöðrur og 250 barmmerki ruku út. Eftir örskotsstund mátti sjá blöðrurnar út um allan Grandann, þær settu sterkan svip á hátíðarhöldin. Fólk tók þessu einkar vel og hrósaði framtakinu. Ég trúi ekki að nokkur hafi þegið blöðru eða barmmerki sem var ósammála skilaboðunum. Ég hugsa að við hefðum getað gefið nokkur þúsund blöðrur, viðtökurnar voru slíkar. Kannski gerum við það næst.“

Það er samt ólíklegt að af því verði ef Brim heldur áfram utan um hátíðarhöldin á sjómannadaginn í Reykjavík. „Anna tók það skýrt fram í símtalinu að Strandveiðifélagið fengi aldrei að hafa tjald á sjómannadaginn,“ segir Sigurður. „Það finnst mér skrítið, að það sé ekki pláss fyrir Strandveiðifélagið á sjómannadaginn né neinn sem ekki talar eins og Brim og stórútgerðin vill.“

Strandveiðifélagið og Við, fólkið í landinu stóð einnig fyrir viðburði við Sjávarútvegshúsið að morgni sjómannadagsins. Þar var krans lagður á ónýta sjávarútvegsstefnu stjórnvalda og sr. Örn Bárður Jónsson hélt ræðu við það tilefni (sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=R8Laf57OxkA). Auk þess var Ávarpi óþekka sjómannsins dreift á samfélagsmiðlum, sem Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og sjómaður flutti (sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=PzgqPrkw0Wc). Upptökur af hvoru tveggja hefur verið skoðaðar af tug þúsundum.

„Mér sýnist á þessum viðtökum að við höfum náð að tala röddum fjöldans,“ segir Sigurður. „Það hefur lengi verið ljóst að mikill meirihluti fólks vill ekki að stórútgerðin eigi í raun fiskimiðin. Það er því eðlilegt og nauðsynlegt að þær raddir heyrist á sjómannadaginn. Það er fáránlegt ef stórútgerðin getur komið í veg fyrir slíkt, bannað öll andmæli við sig á sjómannadaginn vegna þess að hún kostar dagskránna.“

Mynd: Sigurður Þórðarson, varamaður í stjórn Strandveiðifélagsins, við tjaldið á Grandanum á sjómannadaginn. Hann er í bol með slagorði dagsins, en bolir og bollar með slagorðinu voru til sölu í tjaldinu.

17 ára og keypti sér bát og kominn í blómlega útgerð

Samherji hf. sagður vilja hræða Jóhannes Stefánsson svo hann beri ekki vitni í Namibíu