Veðurhorfur á landinu
Austan átt 3-8 m/s. Dálítil rigning austantil á landinu og skúrir í öðrum landshlutum fram eftir kvöldi, en úrkomulítið á Vestfjörðum og Breiðafirði. Norðaustan 5-13 í kvöld og á morgun. Rigning um austanvert landið en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti víða 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestantil á landinu. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á laugardag:
Austan og norðaustan 5-10. Súld suðaustantil, en síðdegisskúrir á Suðurðlandi, annars þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Austanátt og dálítil væta, en lengst af þurrt um landið norðvestanvert. Hiti 7 til 17 stig, svalast við N- og A-ströndina.
Á mánudag:
Austlæg átt og lítilsháttar væta en yfirleitt þurrt vestantil á landinu. Heldur hlýrra.
Á þriðjudag:
Ákveðin norðaustanátt með rigningu um norðan- og austanvert landið, en annars bjart með köflum og úrkomulítið. Hiti frá 9 stigum fyrir norðan upp undir 20 stig sunnantil.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt. Rigning fyrir norðan, en lítilsháttar úrkoma í öðrum landshlutum. Kólnar lítillega.