Faxaflói
Hvassir vindstrengir (Gult ástand) 17 ágú. kl. 09:00 – 22:00
Norðaustan hvassviðri í vindstrengjum með vindhviðum 25-30 m/s, t.d. á sunnanverðu Snæfellsnesi og mögulega einnig um tíma á Kjalarnesi. Varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Austurland að Glettingi
Talsverð eða mikil rigning (Gult ástand) – 17 ágú. kl. 15:00 – 18 ágú. kl. 12:00
Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og einnig að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Austfirðir
Hvassir vindstrengir (Gult ástand) – 17 ágú. kl. 11:00 – 18 ágú. kl. 04:00
Norðan hvassviðri í vindstrengjum með vindhviðum 25-30 m/s, einkum á sunnanverðu svæðinu. Varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Talsverð eða mikil rigning (Gult ástand) 17 ágú. kl. 15:00 – 18 ágú. kl. 12:00
Talsverð eða mikil rigning, aðallega á norðanverðum Austfjörðum. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og einnig að huga að niðurföllum til að forðast
Suðausturland Norðan hvassviðri (Gult ástand) – 17 ágú. kl. 11:00 – 18 ágú. kl. 11:00
Norðan 15-23 m/s í vinstrengjum sunnan og austan undir Vatnajökli. Varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan og norðan 10-15 m/s, en hvassara í vindstrengjum suðaustanlands og á stöku stað á Vesturlandi. Talsverð eða mikil rigning á Austurlandi þar til í fyrramálið. Rigning með köflum norðvestantil. Bjart að mestu sunnan heiða en rigning með köflum á Suðausturlandi á morgun. Fer að lægja síðdegis á morgun. Hiti 5 til 10 stig um landið norðanvert, en 11 til 17 stig syðra yfir daginn.
Spá gerð: 17.08.2019 18:18. Gildir til: 19.08.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Breytileg átt 3-8, en norðan 8-13 með austurströndinni fram eftir degi. Skýjað með köflum en skýjað austanlands og skúrir syðst á landinu. Hiti yfir daginn frá 5 stigum á Austurlandi, upp í 15 stig um landið suðvestanvert.
Á þriðjudag:
Suðaustan 3-10 en 8-13 og rigning með suðurströndinni en annars bjartviðri. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Vestur- og Norðvesturlandi.
Á miðvikudag:
Austan 3-10 en 10-15 með suðurströndinni. Rigning sunnanlands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðanlands.
Á fimmtudag:
Suðaustan 3-10 og dálítil væta með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 10 til 18 stig.
Á föstudag:
Austanlæg átt og rigning sunnanlands og síðar um um mest allt land. Hiti 10 til 15 stig.