Stærsti eigandi í laxeldis á Vestfjörðum á móti hærri auðlegðarskatti
Fjöldi milljarðamæringa í fiskeldi í Noregi hafa gagnrýnt auðlegðarskattinn í Noregi að undanförnu, þar á meðal er eigandi að 51.02% í félaginu Arnarlaxi á Íslandi, í gegnum félagið Salmar ASA í Noregi, Gustav Witzøe, og eigandi Austevoll Seafood, Helge Møgster og eigandi Firda Seafood, Ola Braanaas.
Hótelkóngurinn og milljarðamæringurinn Petter Stordalen kvartar ekki yfir auðlegðarskattinum
Hótelkóngurinn Petter Stordalen í Noregi á ekki í vandræðum með auðlegðarskattinn, hann segir í fjölmiðlum að skatturinn sé kostnaður siðmenningarinnar og samneyslunnar en hann hefur rætt skattamál í viðtölum við fjölmiðla í heimalandinu að undanförnu en umræðan hefur verið heit að undanförnu.
Algjörlega sanngjarn skattur
Milljarðamæringurinn segir að það sé „fullkomlega sanngjarnt“ að hafa 22 prósenta fyrirtækjaskatt og hann hafi heldur ekkert á móti arð- skattinum sem nemur 32 prósentum. ,,Mér finnst það algerlega sanngjarn skattur,“ segir hann. Stordalen bendir á að sumir eigendur fyrirtækja hafi óeðlilega áhrif á auðlegðarskattinn og bætir við að hann telji að samkeppnishæfni norskra fyrirtækja sé mikilvæg ,,og ég hef engar áhyggjur af því að svo sé ekki.“
Gagnrýnir harðlega milljarðamæringa í fiskeldi og útgerðarmenn
Nokkrir aðrir eigendur fyrirtækja, þar á meðal Gustav Witzøe, hafa sagt að hærri auðlegðarskattar kunni að leiða til þess að þeir íhugi að flytja úr landi. Stordalen segir í þessu sambandi nú eins og hann hefur áður sagt að hann muni aldrei flytja frá Noregi og í skattaskjól vegna skatta.
Hann gagnrýnir harðlega bæði milljarðamæringa í fiskeldi og útgerðarmenn í landi sínu í umræðuþætti með Paul-Christian Rieber hjá samtökum útgerðarmanna í Noregi. Rieber benti þar á að margir eigendur fyrirtækja þurfi að greiða arð til að greiða auðlegðarskatt og það geti haft áhrif á fjárfestingar. Þetta sleppi erlendir eigendur við og Rieber hefur áhyggjur af tóninum í skattumræðunni fyrir hönd aðila í fiskvinnslu og útgerð.
,,Það getur verið auðvelt fyrir einhvern að segja eins og Petter Stordalen að skatturinn sé ekkert vandamál á meðan aðrir segji að hann sé mikið vandamál. Þá get ég ekki annað heyrt en stór hluti norsks viðskiptalífs stendur að baki óskar um lægri skatta,“ segir Rieber.
Stordalen blæs á áhyggjur vegna auðlegðarskatts
,,Ef það er eitt sem ég hef minnstar áhyggjur af síðan í mars 2020, þá er það auðlegðarskatturinn,“ segir Stordalen. Hótelkóngurinn kom fram með yfirlýsinguna á viðburði í Arendalsuka. Á síðasta ári hefur hótel- og ferðaþjónustan legið niðri og það hafa verið miklar áhyggjur bæði fyrir starfsmenn og eigendur og þess vegna hefur skattbyrðin ekki verið íþyngjandi fyrir Stordalen í ár. ,,Ég mun hlakka til þegar ég þarf að hafa áhyggjur, segir hann háðslega.“
,,Endalaus fjandans umræða um auðlegðarskattinn, sem er svo fjandi lítill“
,,Þetta eru helvíti góðir stjórnmálamenn. Veistu hvað veldur því að mér finnst ég vera öruggur? Ég hef upplifað fjármálaráðherra að nafni Kristin Halvorsen frá SV. og ég hef upplifað fjármálaráðherra að nafni Siv Jensen frá Frp. og veistu hvað? Það var ekki svo fjandi mikill munur,“ segir Stordalen.
Hann telur að Noregur sé besta land í heimi til að fjárfesta í og segist hafa trú á því að báknið og stjórnmálamenn noti skattpeningana rétt. ,,Svo er þessi endalausa fjandans langa umræða um auðlegðarskattinn, sem er svo fjandi lítill. Það er ekki þar sem við þurfum að byrja umræðuna,“ segir Stordalen. Hann telur að skattþrepið hljóti að vera rétt og bendir á að sum fyrirtæki sem velta milljörðum króna greiða enn lítið í skatta. Stordalen var spurður hvort skattlagningin ætti að vera jafnari á fyrirtæki? ,,Það hlýtur að vera,“ svaraði hann.
https://gamli.frettatiminn.is/16/01/2020/namibia-nordursins-islendingar-gefa-utlendingum-90-af-laxeldiskvota/?fbclid=IwAR1b81PK-NOSsxYDKsLjVRZ21erJz7iLdGrq6ex-8mFcvgk08hge_n5yemU