Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum, hefur hópi manna af albönskum uppruna verið komið fyrir í fangelsinu á Hólmsheiði.
Jafnframt aðilum frá Georgiu. Um er að ræða aðila sem dvelja ólöglega hér á landi og verða sendir fljótlega af landi brott.
,,Þeir eru vistaðir þarna svo þeir hverfi ekki hreinlega sjónum yfirvalda, gangi þeir lausir, þetta er eina leiðin til þess að tryggja að þeir fari úr landi. Það er mikill fjöldi sem er vistaður í fangelsinu núna.“ Sagði áreiðanlegur heimildarmaður í viðtali um málið en ekki hefur náðst í embættið til að fá staðfestingu á því.
Umræða