Par tilkynnir um rán og líkamsárás í Breiðholti í gærkvöld. Parið hafði auglýst Apple Watch úr til sölu og höfðu þau verið í sambandi við væntanlegan kaupanda.
Kaupandinn sem var kona vildi endilega að þau kæmu með úrið að heimili hennar í Breiðholti til þess að ganga frá viðskiptunum. En þar biðu hinsvegar þrír aðilar ( tveir menn og ein kona ) sem börðu þau með keðju og rændu af þeim úrinu.
Þá var tilkynnt um húsbrot og líkamsárás klukkan hálf fjögur í nótt. Þar var um það að ræða að leigjandi íbúðar í miðbænum, segir leigusala sinn hafa komið inn í íbúðina um nóttina og ráðist á sig. Þessi mál og fleiri sem komu inn á borð lögreglu eru í rannsókn.
Umræða