4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Vél Play þurfti að nauðlenda vegna flugdólgs

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Flugvél Play, sem var á leiðinni frá Keflavík til Baltimore í Bandaríkjunum, þurfti að nauðlenda í Sæludal við Gæsaflóa á Nýfundnalandi eftir að farþegi um borð sýndi af sér ógnandi hegðun.

Nadine Guðrún Yaghi, upplýsingafulltrúi Play, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins en segir þar að enginn hafi slasast. Hún segir jafnframt að flugvélin hafi ekki þurft að stoppa lengi og að flugdólgurinn muni koma fyrir dóm í dag þar ytra. Nánar er fjallað um málið á vef rúv.is