Hugleiðingar veðurfræðings
Vestlæg átt 5-13 m/s í dag. Bjart og fremur hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi, en skýjað og sums staðar smávæta í öðrum landshlutum. Lægð við norðausturströndina fjarlægist, en næsta lægð nálgast úr suðvestri í kvöld. Þá snýst í suðaustlæga átt með rigningu um mest allt land.
Lægðin fer norðaustur yfir land á morgun með strekkings vindi og rigningu. Úrkomulítið norðaustantil á landinu fram eftir degi og þar gæti hiti náð 16 til 17 gráðum. Í kjölfar lægðarinnar snýst vindur í norðvestan- og vestanátt, það styttir smám saman upp sunnan heiða og kólnar heldur.
Spá gerð: 17.09.2024 06:41. Gildir til: 18.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 5-13 m/s í dag. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en bjart með köflum á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast austantil. Austlægari í kvöld og fer að rigna.
Suðlæg eða breytileg átt 8-15 á morgun og rigning, en úrkomulítið norðaustanlands fram eftir degi. Snýst í vestlæga átt seinnipartinn, styttir smám saman upp á Suður- og Vesturlandi og kólnar í veðri. Spá gerð: 17.09.2024 03:45. Gildir til: 18.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-10 m/s, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn.
Á föstudag:
Fremur hæg austlæg átt og bjart með köflum, en þykknar upp sunnan- og austanlands seinnipartinn. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Suðaustan og austan 5-10. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en fer að rigna á vestanverðu landinu síðdegis. Hiti 4 til 11 stig.
Á sunnudag (haustjafndægur):
Breytileg átt og allvíða rigning. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðlæg átt og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt sunnan heiða.
Spá gerð: 17.09.2024 08:28. Gildir til: 24.09.2024 12:00.