Stúlkan sem fannst látin á Sveifluhálsi við Krýsuvíkurveg á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. Hún var tíu ára og bjó í Reykjavík. Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tilkynningu til fjölmiðla.
Lögregla nafngreinir ekki föður hennar, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa ráðið henni bana. Hann heitir Sigurður Fannar Þórsson og er 45 ára.
Sigurður hringdi sjálfur á lögreglu um klukkan sex á sunnudag og sagðist hafa banað dóttur sinni. Lögregla fann hann nærri Vatnsskarðsnámu og þar benti hann í átt að þeim stað þar sem lík dóttur fannst svo, nokkurn spöl frá. Bíll Sigurðar var á vettvangi.
Hann var yfirheyrður um kvöldið en tjáði sig lítið sem ekkert. Síðan hefur lögregla ekki tekið af honum skýrslu. Hann sætir gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði og mótmælti ekki varðhaldskröfu lögreglu.
Umræða