Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður norðaustan strekkingur víðast hvar með skúrum eða slydduéli á norðausturlandi, en annars björtu veðri og hita á bilinu 1 til 8 stig að deginum en víða vægt næturfrost norðan- og austanlands. Á morgun og laugardag er von á hæðarhrygg með hæglætisveðri, þurrt að kalla víðast hvar, en dálítilli vætu sunnan lands. Á sunnudag snýst í suðlæga átt með rigningu á vestanverðu landinu.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 8-15 m/s, dálitlar skúrir eða slydduél á norðaustanverðu landinu, en annars bjart veður. Dregur úr vind í nótt, breytileg átt, 3-8 m/s eftir hádegi á morgun. Skýjað með köflum norðaustanlands á morgun, annars léttskýjað, en þykknar upp á Suðurlandi er líður á daginn. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst, en víða vægt næturfrost norðan- og austanlands. Spá gerð: 17.10.2019 04:54. Gildir til: 18.10.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hæg vestan átt og víða bjartviðri, en skýjað um vestanvert landið, og dálítil væta á Suðurlandi. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn.
Á sunnudag:
Suðvestan 8-13 m/s og rigning, en hægari og þurrt austanlands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.
Á mánudag:
Suðlæg átt 8-13 m/s rigning í flestum landshlutum. Hiti breystist lítið. Hvessir af norðri með snjókomu norðvestantil um kvöldið og kólnar.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hvassa norðanátt með snjókomu um norðanvert landið en þurrt sunnantil. Frost 1 til 6 stig, en hiti um og yfir frostmarki sunnanlands.
Á miðvikudag:
Norðanátt og él norðantil á landinu en léttskýjað á suðurhelmingi landsins. Frost 2 til 7 stig.
Spá gerð: 17.10.2019 08:11. Gildir til: 24.10.2019 12:00.