3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Mikið um ölvun, slagsmál og heimilisofbeldi í öllum hverfum

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Mikið að gera hjá lögreglu á þessum tíma en mikið var um ölvun, slagsmál og heimilisofbeldi í öllum hverfum að sögn lögreglu eins og má sjá hér að neðan þegar helsu verkefni eru talin upp eftir nóttina.
Stöð 1

Tilkynnt um skemmdarverk á Grand hótel, lögregla á vettvang og málið í rannsókn.

Tilkynnt um ölvaða konu í miðbænum. Lögregla ók henni heim til sín.

Tilkynnt um að krakkar hefðu kastað garðálf í útidyrahurð í hverfi 107. Krakkarnir farnir af vettvangi þegar lögregla kom.

Tilkynnt um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Gerendur hlupu á brott. Árásarþoli fluttur á slysadeild.

Tilkynnt um heimilisofbeldi í hverfi 108. Lögregla á vettvang og málið í rannsókn.

Tilkynnt um heimilisofbeldi í hverfi 105. Lögregla á vettvang og málið í rannsókn.

Tilkynnt um slagsmál í miðbænum. Tveir aðilar að slást. Lögregla á vettvang.

Tilkynnt um slagsmál í miðbænum en þar hafði verið ráðist á öryggisvörð. Málið í rannsókn.

Tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu. Fólk að týnast í burtu þegar lögregla kom á vettvang.

Stöð 2

Þrír aðilar kærðir fyrir vörslu ávana- og fíkniefna í hverfi 221.

Tilkynnt um mann sem hafði dottið úr stól og gat ekki staðið aftur upp. Lögregla á vettvang og reisti manninn við sem þakkaði vel fyrir sig.

Tilkynnt um aðila sem hafði slegið mann með glasi í höfuðið. Árásaraðili handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt um meðvitundalausan aðila eftir árás í hverfi 210. Árásarþoli með áverka á höfði og fluttur á slysadeild. Árásaraðili flúinn af vettvangi þegar lögregla kom. Málið í rannsókn.

Tilkynnt um hópslagsmál í Hagkaup Garðabæ. Málið í rannsókn.

Stöð 3

Tilkynnt um að barn hefði slasað sig á trampólíni í hverfi 200. Flutt á slysadeild með sjúkrabifreið.

Tilkynnt um að aðili hefði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að enda líf sitt. Lögregla og sjúkralið á vettvang og aðili fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.

Tilkynnt um mikil læti frá íbúð í hverfi 201 og að aðili hefði farið frá íbúðinni kviknakinn. Lögregla á vettvang og málið rannsakað sem heimilisofbeldi.

Tilkynnt um slagsmál í hverfi 200. Aðili með kylfu og piparsprey. Lögregla á vettvang og reyndi grunaður að stinga lögreglu af á fæti. Hann komst ekki langt og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt um heimilisofbeldi í hverfi 111. Lögregla á vettvang og málið í rannsókn.

Stöð 4

Ökumaður mældur á 120 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Ökumaður reyndi að stinga lögreglu af en náðist stuttu seinna. Kom í ljós að hann var án ökuréttinda.

Tilkynnt um mann sem hótaði sjálfsvígi í hverfi 113. Fylgdi tilkynningunni að aðilinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla kom á vettvang hélt aðilinn á járnröri og reyndi hann svo að ráðast á lögreglumenn. Aðilinn handtekinn og vistaður fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt um ölvaðan ökumann við golfskála í hverfi 270. Lögregla á vettvang og ökumaður handtekinn en hann reyndist vera ölvaður og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Aðili handtekinn og vistaður fangageymslu lögreglu og er málið í rannsókn.