• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Laugardagur, 30. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Velta jókst um 84% í olíuverslun vegna verðhækkana

ritstjorn by ritstjorn
17. október 2022
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
0
Share on FacebookShare on Twitter

Samkvæmt virðisaukaskattskýrslum hefur velta aukist í flestum atvinnugreinum undanfarið ár, þ.e. frá júlí-ágúst 2021 til sömu mánaða 2022. Í sumum atvinnugreinum var aukningin þó minni en hækkun verðlags en vísitala neysluverðs hækkaði um 10% á þessu tímabili.

Margar þjónustugreinar, s.s. ferðaþjónusta, eru að rétta úr kútnum eftir kórónuveirufaraldurinn og er velta þeirra mun hærri 2022 en 2021. Í framleiðslugreinum og verslun voru áhrif faraldursins ekki eins mikil.

Velta jókst um 84% í olíuverslun. Samkvæmt verslunarskýrslum var svipað magn eldsneytis flutt inn í júlí-ágúst 2021 og sömu mánuði 2022 en einingarverð hækkaði mikið á milli ára. Sömuleiðis má skýra 46% aukningu veltu í framleiðslu málma með verðhækkunum þar sem svipað magn var flutt út en einingarverð hækkaði.

Aukningu veltu í byggingarstarfsemi um 34% má að einhverju leyti skýra með auknum umsvifum. Þannig fengu t.d. 10% fleiri einstaklingar laun í þessari atvinnugrein í júlí-ágúst 2022 en á sama tímabili ári fyrr.

Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á ferðaþjónustu árin 2020-2021 en greinin virðist vera að ná sér. Samkvæmt virðisaukaskattskýrslum nam velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi 195,6 milljörðum í júlí-ágúst 2022 og er hefur aldrei verið hærri í krónum talið. Velta var 14% hærri í júlí-ágúst 2022 en á sama tímabili 2018 en hafa ber í huga að þessar tölur eru á ekki á föstu verðlagi og hefur vísitala neysluverðs hækkað um 22% á þessu tímabili. Mikill munur er á einstökum greinum ferðaþjónustu. Velta hækkaði um 40% í nokkrum greinum en velta í farþegaflutningum með flugi og þjónustustarfsemi tengd þeim lækkaði.

Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar 29. ágúst sl. var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, landbúnaði og skógrækt, talin vera 1.124,3 milljarðar króna í júní-júlí 2022 sem var 35,29% hækkun frá sama tímabili árið 2021. Nú hafa nýrri tölur borist og velta á þessu tímabili er talin hafa verið 1.125,1 milljarðar sem er 35,31% hækkun á milli ára. Fjallað er um endurskoðun birtra hagtalna í lýsigögnum. Einnig er birt töluleg samantekt á því hvernig nokkrir undirflokkar breytast við endurskoðun birtra hagtalna.

Aðrar hagtölur um svipað efni
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina. Einnig er gott að skoða tölur um veltu í víðara samhengi og tengja þær við tölur um vöruviðskipti, launagreiðslur o.fl.

Talnaefni
Velta í öllum atvinnugreinum
Velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu

Discussion about this post

  • Ung kona fannst látin við smábátahöfnina

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Spilling? Nei, nei, þetta er Ísland“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • 84 milljónir eða 215 milljónir – ,,Ekkert annað en opinber glæpastarfsemi“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Lægð suður af Reykjanesi – Gul viðvörun vegna veðurs

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Krýsu­vík­ur­vegur lokaður vegna um­ferðaró­happs

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?