Hugleiðingar veðurfræðings
Norðlæg átt í dag, víða 5-10 m/s en 8-13 m/s norðvestantil og með austurstöndinni. Dálítil él um norðaustanvert landið en skýjað með köflum annarsstaðar og sést víða til sólar sunnan- og vestanlands. Fremur hæg breytileg átt á morgun og léttskýjað, en áfram norðan strekkingur með austurströndinni.
Frost víðast hvar, 0 til 8 stig í dag en 2 til 12 stig á morgun, kaldast inn til landsins.
Veðurhorfur á landinu
Norðan- og norðaustan 5-13 m/s. Skýjað að mestu um norðanvert landið og dálítil él norðaustantil, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Frost víða 0 til 6 stig. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis og kólnar meira.
Breytileg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað á morgun, en norðan 8-13 með austurströndinni. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Spá gerð: 17.11.2020 04:46. Gildir til: 18.11.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Breytileg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað, en norðan 8-13 með austurströndinni framan af degi, skýjað með köflum og úrkomulítið þar. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á fimmtudag:
Hægviðri, víða léttskýjað og talsvert frost fyrripart dags. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og þykknar upp sunnanlands, slydda eða rigning þar um kvöldið og hlýnar.
Á föstudag:
Suðaustan 8-15 og rigning eða slydda, en hægari vindur og úrkomulítið norðanlands fram eftir degi. Austlæg eða breytileg átt 5-10 og víða dálítil væta um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Norðan 10-18 m/s átt með rigningu og síðar snjókomu á norðurhelmingi landsins, en úrkomulítið á sunnanverðu landinu. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Fremur hæg vestlæg át og stöku él á vestanverðu landinu, annars bjart með köflum. Frost víða 0 til 5 stig.
Á mánudag:
Útlit fyrir ákveðinni suðaustanátt með hlýnandi veðri. Rigning sunnan- og vestantil á landinu en þurrt norðaustanlands.
Spá gerð: 16.11.2020 21:01. Gildir til: 23.11.2020 12:00.