Nú stendur yfir rannsókn á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Velferðarvaktarinnar á stöðu barnafjölskyldna sem deila ekki lögheimili saman, en sá hópur hefur lítið verið skoðaður hér á landi.
Könnunin er lögð fyrir tilviljunarúrtak umgengnisforeldra, þ.e. foreldra sem eiga börn en deila ekki lögheimili með þeim. Í rannsókninni er meðal annars leitast við að athuga hvort og þá hvernig fjárhagur umgengnisforeldra hafi áhrif á samveru og samband við börnin og kostnaðarþátttöku í uppeldi barnanna s.s. við íþrótta- og tómstundaiðkun.
Rannsóknin er unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og við undirbúning hennar var leitað til hagaðila þ.m.t. Félags um foreldrajafnrétti, sem veitt hefur mikilvæga ráðgjöf í undirbúningsferlinu, Umboðsmanns barna, PEPP – samtaka fólks í fátækt, Félagsráðgjafafélags Íslands og fleiri sérfræðinga. Gert er ráð fyrir að niðurstöður rannsóknar verði birtar í mars.
Hagur barns ætti alltaf að vera í forgrunni – Feður finna fyrir sorg – Fréttatíminn (gamli.frettatiminn.is)
Sumir forréttindahópar eru jafnari en aðrir – Fréttatíminn (gamli.frettatiminn.is)