Sjö húsleitir og lúxusbifreiðar gerðar upptækar
Frægur og mjög þekktur, eftir að hafa slegið konu með belti og dreift myndbandinu á samfélagsmiðlum.
Andrew Tate var handtekinn ásamt bróður sínum í lok síðasta mánaðar. Hann er grunaður um mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. Þeir neita báðir sök. Um helgina fór rúmenska lögreglan í húsleit á sjö stöðum og lagði hald á lúxusbifreiðar í eigu Tates.
Konur þurfa að hlýða húsbónda sínum
Tate hefur sagt að konum sé ekki treystandi til að keyra bíl og það sama gildi um konur og hunda, þær þurfi að hlýða húsbónda sínum og að konur beri ábyrgð á því að vera nauðgað. Hann flutti til Rúmeníu 2017 og sagði sjálfur ein ástæðan þess væri að það sé auðveldara að komast upp með kynferðisbrot þar. Hann varð frægur og mjög þekktur á Twitter eftir að hafa slegið konu með belti og dreift myndbandinu á samfélagsmiðlum.
Umræða