5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Miklar breytingar á kvótakerfinu, frjálsar makrílveiðar og grásleppa ekki í kvóta

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Við höfum verið að hanna nýtt kvótakerfi með miklum breytingum á undanförnum mánuðum

Fréttatíminn hefur undir höndum sjávarútvegsstefnu Frjálslynda lýðræðisflokksins sem unnin hefur verið á undanförnum mánuðum að sögn félaga sem vinna að stefnu um sjávarútvegsmál flokksins. Guðmundur Franklín Jónsson segir stefnu flokksins vera þá að breyta kvótakerfinu til betri vegar fyrir land og þjóð.

Guðmundur Franklín Jónsson

,,Við höfum verið að hanna nýtt kerfi og miklar breytingar á núverandi kvótakerfi á undanförnum mánuðum og fengið með okkur í lið sérfræðinga sem hafa margra áratuga reynslu af bæði kvótakerfinu og fiskveiðum og styðjumst við kenningar aðila í fiskifræðum. Við munum tryggja það með nýju fiskveiðistjórnunarkerfi að fullt markaðsverð fáist fyrir auðlindina okkar og allir sem hagsmuni eiga og rétt til greiðslu úr sjávarútvegnum, fái fullar greiðslur án undantekninga.

Því miður hefur núverandi kvótakerfið ekki skilað þjóðinni þeim arði sem hún á rétt á að fá fyrir þessa sameiginlegu auðlind okkar allra og í dag erum við að borga með sjávarútvegnum.

Veiðigjöldin eru aðeins 16 krónur á kíló á meðan útgerðarmenn leigja frá sér sama fisk á 300 krónur eða um tuttugu falt það verð sem ríkisstjórnin er ánægð með í dag. Við munum stíga þarna inn í enda blasir það við að ekki er rétt gefið í þessu kerfi og ekki bara þarna, heldur mjög víða í kvótakerfinu.

Veiðigjöldin eru t.d. lægri en stangaveiðimenn greiða í dag fyrir hobbýveiðar í ám og vötnum og það blasir við að 16 krónur er ekki rétt verð fyrir þjóðina enda er það alltaf hinn frjálsi markaður sem finnur út rétt verð, það sjá allir sem vilja sjá. Við höfum sett fram raunhæfar breytingar á kvótakerfinu til þess að vinda ofan af þeirri miklu óstjórn og slæmu pólitísku ákvörðunum sem hafa verið teknar um árabil og verið skaðlegar.

Um árabil hefur enginn flokkur á Alþingi staðið með einyrkjum og smærri fyrirtækjum í landinu í verki en við munum sannarlega láta verkin tala. Frelsi til athafna og uppbygging atvinnulífsins hefur verið í molum á Íslandi og fólk og fyrirtæki í bæjarfélögum um allt land hafa orðið illa úti vegna óstjórnar og það er kominn tími á miklar breytingar fyrir land og þjóð.“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson.

Fréttatíminn hefur lesið um þær breytingar sem verða gerðar á kvótakerfinu og borið þær undir sérfróða aðila sem hafa lýst mikilli ánægju sinni með nýjar hugmyndir. ,,Loksins er komin alvöru vitræn stefna í sjávarútvegsmálum á Íslandi“ sagði sérfræðingur sem fékk að lesa um fyrirhugaðar breytingar á kvótakerfinu. Við munum birta úrdrætti úr skýrslu Frjálslynda lýðræðisflokksins á næstu dögum en um er að ræða bæði glærukynnningu og svo mun nákvæmari útfærslur á hinum ýmsu þáttum í kvótakerfinu ásamt rökstuddum ákvörðunum um breytingar á kvótakerfinu í heild sinni:

■ Makrílveiðar verði frjálsar innan 10 sjómílna fyrir smábáta að 15 metrum.   

■ Fyrirkomulag vegna veiða á grásleppu verði óbreytt (ekki kvótasett)