Eins og ég segi við viljum öll hafa framfærslu af okkar auðlind og störfum ekki satt? Samtalið þarf að byggjast á sanngirni. Auðvitað þarf á Íslandi blandaða útgerð.En við meigum samt ekki missa sjónar á öllu öðru en hagnaði og arði fyrir stórútgerð.

Það eru nýjar kynslóðir sem vilja hasla sér framtíð með auðlindir sínar. Sem er sanngirnismál.
48 dagar án stöðvunar 6 mánuði ársins enga svæðaskiptingu 14 klukkutíma á sólahring 4 rúllur lögskráning Eigendaskylda þinglýst jafnframt 26% profkúra af félagi báts sem tekur Strandveiðar leyfi.
Engar smá kröfur!
Ég var að ganni mínu að skoða báta sem hafa gert út allt árið og niðurstaðan er nú ekki nema 35-40 tonn ef viðkomandi bátar hefðu aðeins mátt veiða 774 kg í róðri þessi bátur veiddi kvótan sinn ásamt því að stunda Strandveiðar síðasta sumar. Ath þetta er aðeins þorskur.
Og þetta væri trúlega staðan ef Strandveiðar væru frjálsar með 774 kg pr dag. Allt árið. Veður og fiskgengd getur auðvitað haft áhrif til aukningu eða minni veiðum.
Hver eru svo áhrif lífríkis og fiskistofna af slíkum veiðum. Sennilega enginn nema góð. Og svona veiðar höggva ekki skarð i fiskistofna okkar né í ykkar innkomu né skaða markaði ykkar, líklegast bæta þessar veiðar gæðastaðla frá þjóðinni á alþjóðavettvangi.
Ég er ekki óvinur ykkar en ég vill eðlilegt samtal um sanngjarna niðurstöðu fyrir Strandveiðar sem á að fá að vinna af sanngirni og samkeppnis grundvelli við hlið stórútgerðar. Sé ekki ástæðu til þess að Strandveiðar og stórútgerðir geti ekki fundið flöt á samtali.
Flötur þessi þarf að sína sanngirni í okkar garð Ekki eins og hingað til hefur aðeins komið keyptur áróður frá ykkur sem stenst ekki skoðun enda er enginn málstaður sem getur sagt að Strandveiðar eigi ekki rétt á sér Í samanburði við stórútgerðir. Enda umhverfisvænni og gott hráefni sem kemur af strandveiðum.
Annað en sem fylgir ykkar veiðarfærum og skipum, Enda stórt kolefnisspor og annað sem þarf ekki að nefna. Þetta er einfaldlega ólíkir útgerðaflokkar
Og við getum eflaust rifist endalaust um þá.
En hvað verður nú gert er undir okkur sjálfum komið. Hverjir skaðast mest á að koma ekki að samtalinu? Verður kannski hagkvæmt fyrir þjóðina að byrja á leigu á aflaheimildum opið öllum? Fiskveiðikerfi okkar var breytt á einni nóttu hér áður mögulega verður það gert einn daginn aftur enda stóðu kosningar að hluta til um kvóta þjóðarinnar. Enda féll fyrri stjórn sem var fylgjandi núverandi kvótakerfi? Allt spurningamerki. Sem núverandi stórútgerð styður ekki og hefur bókstaflega gert allt til að fella. Mun sú ríkisstjórn styðja þá sem vilja hana feiga?
Ekki að mér sýnist að svo færi, hvernig fer þetta þá allt.
Fáum við allir eðlilega framfærslu með fastafjármuni okkar og lifibrauð fyrir okkar fjölskyldur? Af hverju bara stórútgerð ef við erum jú líka sjómenn ekki satt?
Erum við öðruvísi sjómenn og eigum við þá ekki sama tilverurétt. Fáum við ekki atvinnufrelsi sem eru mannréttindi hvers ríkisborgara.
Eru SFS sjómenn bara alvöru sjómenn?