1.8 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Stærsti skjálftinn í hrinunni við Grímsey var 3,3 að stærð

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Skjálftahrina byrjaði um kl. 2 í nótt (18. mars) um 10 km norðaustur af Grímsey. Stærsti skjálftinn í hrinunni varð kl. 03:43 og var 3,3 að stærð. Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist. Tæplega 50 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.

Stærstu skjálftar síðustu 48 klst

Stærð Tími Gæði Staður
3,3 18. mar. 03:43:10 Yfirfarinn 13,5 km NNA af Grímsey
3,0 16. mar. 17:30:09 Yfirfarinn 18,3 km SA af Húsafelli
2,9 18. mar. 03:45:50 Yfirfarinn 13,0 km NNA af Grímsey

Rúmlega 260 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, nokkuð fleiri en vikuna á undan, þegar 216 mældust. Stærsti skjálfti vikunnar 4,1 að stærð þann 04. mars kl. 05:53, í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni. Stuttu fyrr mældist skjálfti 3,8 að stærð. Einn eftirskjálfti 3,3 að stærð mældist kl. 06:03. Einn smáskjálfti mældist í Heklu og einn í Eyjafjallajökli. Meiri virkni var í Bárðarbungu, en svipuð virkni var í Öræfajökli og Kötlu eins og í síðustu viku.