Hugleiðingar veðurfræðings
Ákaflega hlýtt loft er nú yfir landinu, og í nótt hefur hiti verið allt að 15 stig í hnjúkaþey á Tröllaskaga og á Austfjörðum.
Í dag er útlit fyrir áfamhaldandi hlýindiog svipað veður og var í gær. Suðvestanátt og súld eða rigning á vestanverðu landinu og með suðurströndinni, og bjartviðri norðaustantil. Enn er byljóttur vindur á norðanverðu Snæfellsnesi, en þar dregur smám saman úr þegar líður á morguninn.
Á morgun og á laugardag er veðrið í stórum dráttum svipað með suðvestanátt og úrkomu, en heldur kólnandi, einkum á norðvestanverðu landinu en lengst af þurrt norðautsantil. Á sunnudag gengur yfir landi alldjúp lægð með hvassviðri og talsverðri rigningu.
Spá gerð: 18.03.2021 05:46. Gildir til: 19.03.2021 00:00.
Veðuryfirlit
Við Hvarf er 984 mb lægð sem hreyfist NA en skammt V af Írlandi er víðáttumikil 1041 mb hæð, sem hreyfist lítið.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt, 5-10 m/s á Suðurlandi annars víða 8-15 m/s. Rigning eða súld með köflum, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Fer að rigna á Norðvesturlandi í nótt. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast A-til. Vestan og suðvestan 5-13 á morgun. Stöku skúrir eða slydduél norðvestantil og kólnandi veður en áframhaldandi ringing sunnantil og síðar á Austfjörðum annað kvöld.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 3-10 m/s og dálítil rigning eða súld öðru hvoru. Úrkomumeira í kvöld. Vestlæg átt á morgun og úrkomulítið fram á kvöld en fer þá að rigna. Hiti 6 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðvestan 8-13 m/s en 10-15 norðvestantil og við suðausturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestanlands en skýjað með köflum norðan og austantil. Styttir upp vestantil síðdegis og lægir en fer að rigna á Austfjörðum. Hiti 4 til 9 stig en kólnar norðantil um kvöldið.
Á laugardag (vorjafndægur):
Vestlægar eða breytilegar áttir 5-13 m/s rigningu sunnan – og austanlands en slyddu til fjalla. Skýjað með köflum eða bjartiviðri í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig. Vaxandi sunnanátt vestast um kvöldið með talsverðri rigningu og hlýnandi veðri.
Á sunnudag:
Suðvestan hvassviðri og talverð rigning en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig. Vestlægari vindátt og skúrir eða él síðdegis og kólnandi, fyrst á vestantil á landinu en áfram þurrt að kalla austantil.
Á mánudag:
Minnkandi suðvestanátt með éljum, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti um og undir frostmarki.
Á þriðjudag:
Suðvestan 5-13 m/s. Él sunnan og vestantil en léttskýjað norðaustan og austantil. Hvassari austanátt á annesjum norðantil um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Suðælg átt og slydduél eða él en hvassari austanátt nyrst. Frost 0 til 6 stig.