0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Éljagangur, snjókoma og slydda

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Allhvöss suðvestanátt með éljagangi í fyrstu og gular viðvaranir í gildi um landið S- og V-vert fram eftir morgni. Það dregur síðan hægt og rólega úr vindinum og úrkomunni þegar líður á daginn og undir kvöld stefnir í suðvestan 3-10 m/s og stöku smáél.

Í kvöld byrjar síðan að snjóa eða slydda um landið SA- og A-vert í hægum vindi fram til morguns. Þá koma mjög skörp vindaskil inn á landið þegar gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt á austanverðu landinu með hlýnandi veðri, en vestantil verður frekar hæg norðlæg átt og hiti um frostmark.

Þessi skil á milli tveggja ólíkra vindátta og vindstyrks eru mjög skörp og ber líklegast niður einhvers staðar á Suðurlandsundirlendinu þó að óvissan sé nokkuð stór núna í morgunsárið. Með þessum skilum fylgir einnig úrkoma og verður hún rigning á A-landi, en slydda eða snjókoma þegar vestar dregur. Eins og staðan er núna stefnir í þurran morgundag lengst af vestast á landinu, en það getur breyst með lítilli tilfærslu þessara skila.

Veðuryfirlit
Á vestanverðu Grænlandssundi er 977 mb lægð sem fer hægt NA. Yfir Þýskalandi er 1042 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu
Minnkandi suðvestanátt og él, 3-10 m/s seinni partinn, en þurrt að kalla NA-lands. Byrjar að snjóa eða slydda SA- og A-til í kvöld. Hiti kringum frostmark.
Sunnan 13-20 á austurhelmingi landsins á morgun, en mun hægari breytileg átt vestantil. Rigning á SA-landi, snjókoma eða slydda um landið V-vert, en úrkomulítið NA- og A-lands. Hiti um frostmark N- og V-til, upp í 8 stiga hita A-lands.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Minnkandi suðvestanátt og él, vestan 3-8 m/s seinni partinn og styttir upp. Norðlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun og skýjað með köflum, en líkur á snjókomu eða slyddu. Hiti um frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Stíf suðlæg og síðan vestlæg átt með rigningu A-lands og hiti 3 til 8 stig, en mun hægari með snjókomu eða slyddu þegar vestar dregur og hiti um frostmark. Styttir upp, lægir og kólnar um allt land um kvöldið.

Á mánudag:
Vaxandi suðaustlæg og austlæg átt með rigningu víða, en úrkomuminna NA-til. Hlýnar í veðri.

Á þriðjudag:
Sunnan 5-13 og rigning S- og V-lands, snjókoma eða slydda á Vestfjörðum, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 8 stig, svalast NV-til.

Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning eða slydda syðra, en annars víða þurrt. Hiti 0 til 4 stig um landið sunnanvert, en annars nálægt frostmarki.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir breytilega vindátt. Yfirleitt frostlaust sunnantil og rigning eða slydda á köflum, en heldur kaldara fyrir norðan og slydda eða snjókoma af og til. Hiti breytist lítið.