Stjórn VR hefur ákveðið að endurgreiða þeim félagsmönnum VR sem keypt hafa af félaginu gjafabréf með WOW air en gafst ekki ráðrúm til að nýta þau eða hafa lent í því að ekki var flogin ferð sem greitt var fyrir með gjafabréfi, vegna gjaldþrots WOW air þann 28. mars 2019.
Hægt verður að sækja um endurgreiðslu á gjafabréfum WOW air hjá VR til og með fimmtudagsins 20. júní 2019. Reikna má með að endurgreiðsla muni berast félagsmönnum 30 dögum eftir að fullnægjandi gögnum hefur verið skilað til VR.
Nánari upplýsingar til félagsmanna sem óska eftir endurgreiðslu má finna hér.
Umræða