,,Reynslusaga starfsmanns sem hefur breytt um áherslur í starfi í kjölfar sjálfvirknivæðingar í verslun“
VR býður til morgunverðarfundar þar sem farið verður yfir breytingar sem eru væntanlegar á störfum í verslun og þjónustu. Á fundinum verða spennandi erindi um breytingar sem þegar eru hafnar erlendis og hér á landi. Einnig fáum við að heyra reynslusögu starfsmanns sem hefur breytt um áherslur í starfi í kjölfar sjálfvirknivæðingar í verslun.
Morgunverðarfundur VR um sjálfvirknivæðingu og áhrif hennar á störf verslunarfólks.
Fundurinn verður haldinn 20. mars kl. 8.30-10.00 á Grand hótel. Húsið opnar kl. 8.00 fyrir morgunverð.
Dagskrá:
- Opnunarávarp – Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
- Verslunarstörf framtíðarinnar – Árni Sverrir Hafsteinsson, Rannsóknarsetur verslunarinnar.
- Verslunarstarfið – nútíð og framtíð í kjölfar sjálfvirknivæðingar – Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Hallur Heiðarsson frá Samkaupum.
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig, smelltu hér til að skrá þig.